Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Salat dressing

150 ml. olía
50 ml. borðedik (eða annað edik)
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk svartur pipar

Öllu skellt í flösku og hrisst rækilega. 


Kryddað poppkorn

1 msk. smoked paprika
1 msk. karrý
1 msk. salt
1 1/2 tsk. cumin
1 1/2 tsk. kanill

Kryddblöndunni er svo stráð yfir poppaðan maís.  Magn eftir smekk.

 

Kryddað popp

Súkkulaði skúffukaka

110 gr. smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1/3 bolli kakó
1/2 bolli hveiti
1/4 tsk. salt
1/4 tsk. lyftiduft
 
Krem
45 gr. smjör (mjúkt)
3 msk. kakó
1 msk. hunang
1 tsk. vanilludropar
2/3 bolli flórsykur

Brillíant skúffukaka, fljótleg, auðveld, ótrúlega góð og passlega stór.  Og það þarf ekki einu sinni að draga fram hrærivélina.  Bræðið smjörið í potti takið pottinn af hellunni og hrærið í sykri, eggjum, vanilludropum, kakói, hveiti, salti og lyftidufti með píski.  Hellið í smurt hveitistráð form sem er ca. 20x20 cm.

Bakað við 175°C í 25-30 mín.

Útbúið kremið á meðan kakan bakast en best er að setja það á kökuna á meðan hún er enn vel heit. 

Brownie súkkulaðikaka

Vanillubúðingsbollur

1/2 l. mjólk
5 tsk. þurrger
100 gr. smjörlíki
130 gr. sykur
1 - 2 tsk. kardimommur (steyttar)
750 gr. hveiti (5 1/2 - 6 bollar)

Vanillubúðingur.
Royal 1/2 pk + 200 ml. mjólk

Glassúr krem
60 gr. brætt smjör
1 1/2 b. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
mjólk eftir þörfum

Kókosmjöl

Útbúið búðinginn fyrst svo hann verði tilbúinn þegar á að nota hann.

Deigið útbúið eins og annað gerdeig.  Fyrri hefing er um 1 tími eða þar til deigið hefur tvöfaldað sig.  Þá eru búnar til bollur (ca. 16 stk.) gott að þrýsta aðeins á þær með lófanum svo þær verði aðeins flatar.   Seinni hefing er svo um 15 mínútur og þá er gerð hola í bollurnar á miðjunni fyrir búðinginn, vanillubúðingur settur í holuna (1-2 msk.), ekki fylla alveg því bollurnar hefast aðeins eftir að þær fara í ofninn.

Bakaðar við 225°C í ca. 15 mín.

Kremið sett á t.d. eins og meðfylgjandi mynd sýnir og kókosmjöli stráð yfir.

 


 

 


Banana muffins

3 bananar (stappaðir)
3/4 bolli sykur
1 egg
1/3 bolli smjör (bráðið)
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt

Bakað við 175°c í um 17 mínútur.

24 muffins.

bananar.jpg

Epla muffins

1 1/4 bolli púðursykur
2/3 bolli olía
1 egg
1 bolli súrmjólk
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. kanill
1 tsk. vanilludropar
2 1/2 bolli hveiti
1 bolli rifið epli
 

Bakað við 170°c  í 22 mín.

um 28 muffins.

 

p1010025.jpg

Gulrótarkaka

3    dl.     sykur
2    dl.     olía
4             egg
4 1/2 dl.  hveiti
1   tsk.    vanilludropar
2   tsk.    lyftiduft
½  tsk.    salt
1   tsk.    matarsódi
2   tsk.    kanill
400  gr.  gulrætur (rifnar)

Bakað á 175ºC  í ca 45 mín (ca. 75 mín í springformi)



Krem:
120   gr.   sólblóma
3½    dl.   flórsykur
2      tsk.  vanilludropar
200  gr.    rjómaostur

carrot2.png


Rósmarín brauð

Þessi uppskrift dugar í 2 brauðhleifa. 

2 bollar volgt vatn
1 msk. þurrger
1 msk. sykur
1 msk. salt
1/4 bolli olía 
1/2 tsk. ítölsk kryddblanda
1 msk. rósmarín (mylja aðeins)
1/4 tsk. svartur pipar
5-6 bollar hveiti eða eftir þörfum.
 
Fyrri hefing ca. klukkutími og seinni hefing um 30 mín.
Bakað við 190°c í um 40 mín.


Sykurlaus "Heinz" tómatsósa.

240 gr. tómatþykkni (ca 3 1/2 litlar dósir, en 3 eru nóg)

1/2 bolli vatn
1/4 bolli borðedik
1/4 tsk laukduft
1 tsk. salt
1/8 tsk. allrahanda*
1/8 tsk. negull
1/8 tsk. kanill
1/8 tsk hvítlauksduft
 

* Allrahanda (Allspice) 

Ef uppskrift kallar á þetta krydd og þú átt það ekki til, geturðu auðveldlega blandað saman í jöfnum hlutföllum

  • múskati
  • kanil
  • negul
og notað í staðinn.

Brauð

 

4 1/2 tsk. þurrger (2 bréf)
2 bollar volgt vatn
1 msk. sykur
1/4 bolli olía
1 msk. basil þurrkað
1 msk. oregano þurrkað
1 msk. salt
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
5-6 bollar hveiti eða eftir þörfum.

Fyrri hefing er ca. klukkutími og seinni hefing ca. 30 mín.
Bakað við 190°c í  ca 35-40 mín 

 


Arna Ragnarsdóttir
Áskil mér rétt til að skipta um skoðun hvenær dagsins sem er.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband