Laugardagur, 1. maí 2010
Súkkulaði skúffukaka
110 gr. smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1/3 bolli kakó
1/2 bolli hveiti
1/4 tsk. salt
1/4 tsk. lyftiduft
Krem
45 gr. smjör (mjúkt)
3 msk. kakó
1 msk. hunang
1 tsk. vanilludropar
2/3 bolli flórsykur
Brillíant skúffukaka, fljótleg, auðveld, ótrúlega góð og passlega stór. Og það þarf ekki einu sinni að draga fram hrærivélina. Bræðið smjörið í potti takið pottinn af hellunni og hrærið í sykri, eggjum, vanilludropum, kakói, hveiti, salti og lyftidufti með píski. Hellið í smurt hveitistráð form sem er ca. 20x20 cm.
Bakað við 175°C í 25-30 mín.
Útbúið kremið á meðan kakan bakast en best er að setja það á kökuna á meðan hún er enn vel heit.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Uppskriftir, Brauð og annað bakkelsi | Breytt 29.1.2012 kl. 11:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.