Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Mánudagur, 26. apríl 2010
Vanillubúðingsbollur
1/2 l. mjólk
5 tsk. þurrger
100 gr. smjörlíki
130 gr. sykur
1 - 2 tsk. kardimommur (steyttar)
750 gr. hveiti (5 1/2 - 6 bollar)
Vanillubúðingur.
Royal 1/2 pk + 200 ml. mjólk
Glassúr krem
60 gr. brætt smjör
1 1/2 b. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
mjólk eftir þörfum
Kókosmjöl
Útbúið búðinginn fyrst svo hann verði tilbúinn þegar á að nota hann.
Deigið útbúið eins og annað gerdeig. Fyrri hefing er um 1 tími eða þar til deigið hefur tvöfaldað sig. Þá eru búnar til bollur (ca. 16 stk.) gott að þrýsta aðeins á þær með lófanum svo þær verði aðeins flatar. Seinni hefing er svo um 15 mínútur og þá er gerð hola í bollurnar á miðjunni fyrir búðinginn, vanillubúðingur settur í holuna (1-2 msk.), ekki fylla alveg því bollurnar hefast aðeins eftir að þær fara í ofninn.
Bakaðar við 225°C í ca. 15 mín.
Kremið sett á t.d. eins og meðfylgjandi mynd sýnir og kókosmjöli stráð yfir.
Matur og drykkur | Breytt 29.1.2012 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. apríl 2010
Banana muffins
3 bananar (stappaðir)
3/4 bolli sykur
1 egg
1/3 bolli smjör (bráðið)
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
Bakað við 175°c í um 17 mínútur.
24 muffins.
Matur og drykkur | Breytt 29.1.2012 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. apríl 2010
Epla muffins
1 1/4 bolli púðursykur
2/3 bolli olía
1 egg
1 bolli súrmjólk
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. kanill
1 tsk. vanilludropar
2 1/2 bolli hveiti
1 bolli rifið epli
Bakað við 170°c í 22 mín.
um 28 muffins.
Matur og drykkur | Breytt 29.1.2012 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)